Færsluflokkur: Dægurmál

Baula er býsna fín í febrúarsól

copy_of_img_9182.jpgBaula er býsna fín í febrúarsól um

miðjan dag rétt áður en sól fer að halla


Loftbólur við Baulu

copy_of_copy_of_img_6372.jpg Loftbólur við baulu blandast

og vatnið buslast fram 


Blómstrar sóley við Baulu

copy_of_img_6495.jpg Blómstrandi sóley við Baulu ber höfuðið hátt og teygir sig að úðanum við fossinn. Baula belgist áfram og ýrar loftið í kring.

Dunar Baula og speglast

copy_of_img_6414.jpgBaula er blendin á kvöldin í bjartri birtu sumars. Speglast meðan fossinn dunar í kyrrð kvöldsins

Baula hlý

copy_of_img_6110.jpgNú er aftur farið að grænka við Baulu hér flýtur hún blaut og hlý í fossum og flúðum farin að mynda meira slý.Baula er alltaf sem fagurt ævintýr.

 


Baula fallega tær

copy_of_img_5108.jpg

Í mars bunar Baula ísköld og tær í síðdegissólinni. Skugginn og skært ljósið ljómar í kring og élin koma á milli  Fossinn hendist bakkana á milli og festist í mynd minni skvettist og hlær. Andlit Baulu eru fjölbreytt að venju, steinar, klettar og vatn kenjótta mær Baula í gær.

 


Baula í mismunandi birtu og sjónarhorni

copy_2_of_img_4830.jpgMyndirnar frá Baulu eru margvíslegar mismunandi eftir því hver sér

Baula í febrúar

copy_of_img_4842.jpgÍ febrúar er Baula lík sér breytilegar myndir birtast alltaf hér.

Baula ber sig vel í skammdeginu

Copy of IMG_3959Baula ber sig vel í skammdeginu litir hennar og form breytast

stöðugt. Veðrið og birtan leika þann leik vel kuldalegir og vinalegir litir leika sér í vatninu. Myndunum lýsir hún í huga manns.


Napur norðan vetrar vindur

Copy of Copy of IMG_4025

Napur norðan vetrar vindur er nú við Baulu

klakabönd þenjast við barma hennar og steina

sem síðdegisbirtan og skuggarnir ekki leyna

hvern dag koma fram nýjar myndir


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband